Sunna Valgerðardóttir

Sunna var fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða

Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 

Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum

Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt.

Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði

Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag. 

Tímaspursmál hvenær starfsemi fyrirtækja lamast

Forstjórar tveggja stórra fyrirtækja í Reykjavík segjast þakka fyrir hvern dag þar sem starfsemin helst gangandi, en það sé bara tímaspursmál hvenær það taki enda. Nærri fimm prósent allra íbúa höfuðborgarsvæðisins eru nú annað hvort í sóttkví eða einangrun.

„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt”

Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag.

Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi

Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss.

„Þetta verður mikið vesen”

Prófessor í líftölfræði segir allt stefna í heljarinnar vesen þegar ómíkronafbrigðið tekur yfir. Það smitast margfalt hraðar heldur en fyrri afbrigði og ef það fengi að geysa óhindrað yrðu svo mörg smit hér að það væri ekki einu sinni hægt að greina þau öll.

Sjá meira