Nú eru það gulltennur í fermingargjöf Á sunnudag var opnuð á Instagram skartgripabúðin Reykjavík grillz þar sem seldir eru handgerðir skartgripir. Búðin sérhæfir sig í svokölluðum grillz, eins konar tannskarti. 25.4.2017 10:00
Föstudagsplaylistinn: Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins "Það er alltaf nóg að gera á Prikinu og við fögnum nýútkominni plötu Arons Can yfir helgina. Þessi playlisti er drifbensín á daglegu verkin. Sé stuð.“ Segir Geoffrey, potturinn og pannan á Prikinu, sem dregur upp úr vasanum lagalista sem er eins og kvöld á Prikinu þjappað saman í 10 lög. 21.4.2017 16:00
Söngelsk systkini með þriðju sumartónleikana Systkinin Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn halda nú í þriðja sinn Systkinatónleika á sumardaginn fyrsta en um árlega hefð er að ræða sem hefur gengið framar vonum. Á hverju ári hafa þau frumflutt verk eftir ungt tónskáld og í ár verður engin undantekning á þeirri venju. 20.4.2017 09:00
Það er aldrei frí Aron Can gerði allt vitlaust fyrir um ári með mixteipinu Þekkir stráginn og er lagið Enginn mórall komið með milljón spilanir. Í dag gefur hann út Ínótt, sína fyrstu plötu í fullri lengd – á geisladisk. 19.4.2017 10:00
Komdu með út í geim Bræðurnir Úlfur og Halldór Eldjárn munu báðir senda frá sér verkefni í vikunni. Úlfur er með plötu á leiðinni þar sem geimurinn og vísindaskáldskapur var innblásturinn en Halldór er með tónverk og innsetningu byggða á ljósmyndum teknum í Apollo-ferðunum. 10.4.2017 10:00
Apríl verður ótrúlega skrítinn Næstkomandi sunnudag hefst formlega nýjasti þemamánuður Svartra sunnudaga og að þessu sinni er það Ótrúlega skrítinn apríl þar sem þemað er, eins og nafnið gefur til kynna, alveg ótrúlega skrítnar myndir. Í boði verða þrjár gríðarlega skrítnar myndir. 7.4.2017 10:00
Hratt ris hins hvíta Iverson Hinn 21 árs gamli Post Malone ætlar að spila á Íslandi í sumar. Ferill hans hefur ekki verið ýkja langur en þó hefur hann verið ákaflega stormasamur og leið hans á toppinn á poppfjallinu var ekki löng. Hér verður stiklað á stóru í gegnum tónlistarferil Post Malone. 6.4.2017 09:45
Rikki G segir leyndarmálið vera innlifunina „Ég hef einu sinni farið á skíði – það endaði ekki betur en svo að ég braut á mér fótinn.“ 5.4.2017 11:30
Heimsfrægir í Armeníu Hljómsveitin Agent Fresco spilaði í Armeníu nú á dögunum. Talið er að hún sé fyrsta íslenska bandið sem heldur tónleika þar. Sveitin hefur hægt á sér um þessar mundir enda að vinna í nýrri plötu. 1.4.2017 10:00
Velkomin til Tvídranga Tvídrangar eða Twin Peaks, þættir Davids Lynch, fóru sigurför um heiminn á sínum tíma og urðu alveg sérstaklega vinsælir hér á landi. Helgin verður tileinkuð smábænum Twin Peaks í Bíó Paradís en myndin Fire Walk with Me verður meðal annars sýnd. 31.3.2017 10:30