Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Hollenski hlauparinn Eugene Omalla hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið sem hann vann ásamt hlaupasveit sinni á uppboði. 19.5.2025 07:33
Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Það verða áhugaverðir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld. Stúkan verður á sínum stað og þá verður farið yfir málin í NBA-deildinni þar sem leikar eru farnir að æsast. 19.5.2025 06:01
„Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Valur tapaði 4-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild kvenna á föstudagskvöld. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingarnir úr Bestu mörkum kvenna ræddu stöðuna á Valsliðinu. 18.5.2025 23:33
Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Grindavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík þegar liðin mættust á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Grindvíkingar skoruðu fjögur mörk í leiknum en misstu tvo menn af velli með rautt spjald. 18.5.2025 21:24
Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Napoli heldur efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar ein umferð er eftir af deildinni. Inter missti af gullnu tækifæri að ná efsta sætinu í kvöld. 18.5.2025 20:58
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18.5.2025 20:26
Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. 18.5.2025 20:11
Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Næstsíðasta umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Barcelona hefur nú þegar tryggt sér titilinn en liðið mætti Villareal á heimavelli. 18.5.2025 19:04
Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Íslendingaliðið Kolstad vann í dag sigur á Elverum í fyrsta úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handbolta. Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá Kolstad í leiknum. 18.5.2025 17:56
Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Valur varð í gær Evrópubikarmeistari í handknattleik eftir að hafa lagt spænska liðið Porrino í úrslitaleik. Eftir leik fékk einn leikmaður Vals sérstaka kveðju frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2025 09:00