Fréttamaður

Smári Jökull Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Átti Hender­son að fá rautt spjald?

Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum.

Dag­skráin í dag: Tryggir Tinda­stóll titilinn?

Það verður nóg um að gera á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Tindastóll getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þegar liðið mætir Stjörnunni og þá fara fram þrír leikir í Bestu deild karla.

Stól kastað í höfuð mark­manns Aber­deen

Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Dundee og Aberdeen í skoska boltanum í dag. Áhorfendur æddu inn á völlinn í leikslok og var stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen.

„Æfingu morgun­dagsins er af­lýst“

Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace er búinn að stimpla sig inn í sögubækur félagsins eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni í dag. Þetta er fyrsti stóri titill Crystal Palace í 164 ára sögu félagsins.

Engin Meistara­deild hjá Há­koni Arnari

Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í franska liðinu Lille náðu ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þrátt fyrir sigur gegn Reims í dag.

Tap í fyrsta leik Alba Berlin

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin töpuðu í dag fyrir liði Ulm í 8-liða úrslitum þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“

„Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag.

Stór­sigur Stólanna í Víkinni

Tindastóll vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Með sigrinum skilur Tindastóll lið Víkings eftir í fallsæti.

Sjá meira