Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekkert lát á kókaínflóði

Tollgæslan á Kefla­víkurflugvelli hefur lagt hald á hátt í 31 kíló af fíkniefnum sem reynt hefur verið að smygla til landsins það sem af er ári.

Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið

Flýta þarf framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu við Kauptún í Garðabæ til að bregðast við auknu umferðarálagi sem fylgja mun opnun Vínbúðar. Bæjaryfirvöld vildu Vínbúð í miðbæinn. ÁTVR sá tækifæri í Costco-traffík.

Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju

Fjölgun ferðamanna gerði það að verkum að tekjur af seldum útsýnisferðum upp í kirkjuturn Hallgrímskirkju jukust um 47 prósent milli ára og námu 238 milljónum króna í fyrra. Nýttar til afborgana lána, rekstrar og í framkvæmdir.

Risarnir seldu kaffi fyrir 2,2 milljarða í fyrra

Tekjur stóru kaffikeðjanna tveggja, Kaffitárs og Te og kaffi, námu alls rúmlega 2,2 milljörðum króna í fyrra. Afkoma þeirra var þó ólík og ljóst að nokkrar sviptingar hafa orðið í kaffibransanum.

Tannlæknar vara við kolahvíttunaræði

Nýjasta æðið er að bursta tennur sínar upp úr kolum í púður- eða tannkremsformi í von um hvítari tennur. Vörurnar eru markaðssettar fyrir ungt fólk á samfélagsmiðlum. Blekking, segja sérfræðingar.

Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu

Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met.

Svefnvana íbúar ósáttir við rútur á Hverfisgötu

Formaður húsfélagsins Hverfisgötu 108 segir íbúa ósátta við að safnstæði fyrir hópferðabíla hafi verið komið fyrir beint fyrir utan svefnherbergisglugga þeirra. Samgöngustjóri Reykjavíkur segir stæðin komin til að vera.

Sjálfstæðismenn segja starfskjaranefnd hjá OR vera peningasóun

"Miðað við þau verkefni sem stjórnarformaður og stjórn þurfa að sinna þá yrði ekki mikil viðbót að skoða laun þessara tveggja ágætu manna,“ segir borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon sem á síðasta stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur ítrekaði þá skoðun sína að starfskjaranefnd fyrirtækisins væri óþörf og sóun á fjármunum.

Sjá meira