Orkuveitan kaupir höfuðstöðvarnar aftur á 5,5 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Höfuðstöðvar OR verða aftur eign fyrirtækisins. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00
OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01
Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent