ÁTVR innsiglar loks tóbaksdósir eftir frávik Vonir standa til að nýjar innsiglaðar dósir af íslenska neftóbakinu verði komnar á markað í vor. Dæmi eru um að áteknar, hálftómar og jafnvel kaffiblandaðar dósir hafi ratað frá smásölum til neytenda. Gæðaeftirlit ÁTVR er strangt. 8.3.2018 06:00
Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stjakaði við formanni Félags íslenskra leikara (FÍL) eftir harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikara við leikhúsið. Leikhússtjórinn þrætir ekki fyrir atvikið, en segir samskipti sín við formanninn góð 6.3.2018 07:00
Sami verktaki gleymdi fötluðu stúlkunni 2015 Sama fyrirtæki ber ábyrgð á að kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í vikunni og í sambærilegu atviki 2015. Framkvæmdastjóri Strætó segir að ítrekað hafi verið við alla verktaka við aksturinn að fara yfir leiðbeiningar og reglur. 3.3.2018 07:30
Lögðu niður botnfiskvinnslu með drjúga launahækkun í vasanum Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. 2.3.2018 06:00
Ekkert til sparað við árshátíð Isavia í Hörpu Kostnaður við stjörnum prýdda árshátíð ríkisfyrirtækisins Isavia um síðustu helgi nam 31,5 milljónum. Starfsmenn hafa verið undir miklu álagi vegna aukins ferðamannafjölda og vildu stjórnendur verðlauna þá fyrir vel unnin störf. 1.3.2018 08:00
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1.3.2018 07:00
Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28.2.2018 06:00
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27.2.2018 06:00
Stolið málverk fannst í rútu 141 árs gamalt málverk sem stolið var af listasafni í Marseille í desember 2009 fannst um borð í rútu í París fyrr í þessum mánuði. 26.2.2018 08:53
Starfsmenn hafa áhyggjur af fjarskiptaleysi í þjóðgarðinum Þjóðgarðsvörður segir það vart forsvaranlegt að fjarskiptaleysi ríki á löngum köflum í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Ríflega 400 þúsund ferðamenn heimsóttu garðinn í fyrra og fjarskiptaleysið veldur starfsmönnum áhyggjum. 26.2.2018 08:00