Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála "Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 9.2.2019 18:30
Austurrískt fyrirtæki sinni sjúkraflugi á Selfossi og Akureyri Austurrískt þyrlufyrirtæki hefur sótt um vilyrði fyrir lóð á Selfossflugvelli. Íslenskur flugmaður hjá fyrirtækinu segir það áforma útsýnisflug frá flugvöllum á Selfossi og Akureyri. 9.2.2019 13:15
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9.2.2019 12:30
66 prósent Íslendinga spila tölvuleiki, um helmingur í síma Konur spila tölvuleiki tveimur klukkustundum skemur en karlar á viku samkvæmt nýrri könnun Gallup sem var kynnt í dag. Á hverjum degi spila landsmenn tölvuleiki að meðaltali í tæplega klukkustund. 7.2.2019 20:30
Viðskiptavinur Arctic Trucks sem lenti í svikamyllu fékk helmingsafslátt í sárabætur Tölvupósti er ekki treystandi, segir framkvæmdastjóri Arctic Trucks, eftir að svindlarar komust yfir nærri 40 milljóna króna greiðslu viðskiptavinar fyrirtækisins vegna ferðar á Suðurpólinn. 7.2.2019 12:11
EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. 6.2.2019 18:30
Ríkið auki fjárveitingar vegna fjölgunar í Reykjanesbæ Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir sveitarfélög á Suðurnesjum takast á við verkefni sem tengjast íbúafjölgun. Hann gagnrýnir hins vegar að ríkisstofnanir á svæðinu fái ekki fjármagn í samræmi við fjölgunina. 5.2.2019 19:15
Reykjanesbær fjölmennari en Akureyri Reykjanesbær er fjölmennari en Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá um búsetu fólks á Íslandi. Fólki hefur fækkað í þremur landshlutum af átta. 4.2.2019 21:00
Innviðagjald til skoðunar í fleiri sveitarfélögum Innviðagjald er til skoðunar í fleiri sveitarfélögum en í Reykjavík segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viðlíka gjald er innheimt í Urriðaholti í Garðabæ en hvorki í Hafnarfirði né Kópavogi. 4.2.2019 20:30
Innviðagjald í Reykjavík getur numið milljónum á íbúð Innviðagjald vegna nýbygginga í Reykjavík getur numið milljónum króna á hverja íbúð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem gagnrýnir gjaldið og segir margt benda til að það sé ólögmætt. 4.2.2019 12:00