Viðskipti innlent

Viðskiptavinur Arctic Trucks sem lenti í svikamyllu fékk helmingsafslátt í sárabætur

Sighvatur Jónsson skrifar
Breyttur Hyuindai Santa Fe á Suðurskautslandinu.
Breyttur Hyuindai Santa Fe á Suðurskautslandinu.

Tölvupósti er ekki treystandi, segir framkvæmdastjóri Arctic Trucks, eftir að svindlarar komust yfir nærri 40 milljóna króna greiðslu viðskiptavinar fyrirtækisins vegna ferðar á Suðurpólinn. Tjónið er alfarið viðskiptavinarins en til að koma til móts við hann veitti Arctic Trucks helmingsafslátt á ferðinni þegar hún var greidd aftur.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að svikahrappar hafi stolið nærri 40 milljónum króna af viðskiptavini Arctic Trucks. Hann var blekktur til að greiða upphæðina inn á reikning svikaranna í stað reikning Arctic Truck vegna ferðar tveggja einstaklinga á suðurpólinn. Arctic Trucks er þekkt fyrir breytingar á jeppum en það selur einnig ökuferðir yfir suðurpólinn með ökutækjum fyrirtækisins.

Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, segir að tveir einstaklingar hafi ætlað að fara yfir Suðurpólinn og til baka á tíu dögum. Tölvuþrjótarnir komust inn í tölvupóstsamskipti og villtu um fyrir viðskiptavininum. Eftir atvikið hefur verið tekin upp svokölluð tvíþætt auðkenning þegar starfsmenn skrá sig inn í tölvupóstkerfi Arctic Trucks. Starfsmenn nota lykilorð og leyninúmer sem er sent sem smáskilaboð í síma þeirra. Þá hafa verið gerðar breytingar á ferlum varðandi erlendar greiðslur.

„Nú sendum við aldrei greiðsluupplýsingar í tölvupósti, notumst við bæði SMS og símtöl þegar móttaka greiðsla á sér stað frá erlendum aðila,“ segir Herjólfur.

Hann segir að tölvupósti sé ekki treystandi. Fyrirtækið sé ekki bótaskylt, tjónið sé alfarið viðskiptavinarins.

„Þetta er afskaplega leiðinlegt mál. Í þessu tilfelli komum við til móts við viðskiptavininni með 50% afslætti til að lágmarka tjónið.“

Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, segir að ökuferðin yfir Suðurpólinn hafi verið farin í janúar en upp komst um svikin um mánaðamótin nóvember-desember á síðasta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
2,21
10
142.308
KVIKA
2,21
13
48.373
REGINN
1,72
8
391.800
EIM
1,46
2
8.788
REITIR
1,33
5
168.455

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-1,16
10
6.635.009
SIMINN
-0,74
4
120.650
ORIGO
-0,71
3
12.146
MARL
-0,38
12
120.833
HAGA
-0,34
3
44.480
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.