Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. 25.3.2025 23:20
Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25.3.2025 22:17
Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Maður lét lífið þegar hann féll ofan í stærðarinnar vatnspytt sem opnaðist skyndilega á hraðbraut í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn var á mótorhjóli á hraðbrautinni þegar vegurinn hrundi undan bíl fyrir framan hann. 25.3.2025 21:05
Danir kveðja konur í herinn Danir munu byrja að kveðja konur í herinn næsta sumar. Konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar gætu því þurft að hefja ellefu mánaða herskyldu á næsta ári. Mun það eiga við konur sem verða átján ára eftir 1. júlí í sumar. 25.3.2025 20:15
Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert samkomulag við ráðamenn í Rússlandi og Úkraínu um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og í Rússlandi verði hætt og í staðinn ætla Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. 25.3.2025 18:16
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24.3.2025 23:21
Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Bandarískir og rússneskir erindrekar luku í kvöld fundi um mögulegt vopnahlé á Svartahafi milli Rússa og Úkraínumanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonast til þess að viðræðurnar geti leitt til frekari viðræðna um frið í Úkraínu. 24.3.2025 21:40
Morðæði í GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að fremja morð í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn Midnight Murder Club sem gengur út á það að myrða mótspilara sína í drungalegu stórhýsi. 24.3.2025 19:30
Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Svo virðist sem Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi fyrir mistök bætt blaðamanni inn í spjallhóp þar sem hann, JD Vance varaforseti, Pete Hegseth varnarmálaráðherra og fleiri töluðu um hvort Bandaríkin ættu að hefja umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen og hvernig. 24.3.2025 18:53
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22.3.2025 14:30