ELKO og Uno gefa bækling „stafrænt viðbótarlíf“ Fyrirtækin Uno og ELKO tóku nýverið höndum saman og blésu „stafrænu viðbótarlífi“ í jólagjafahandbók ELKO. Það var gert með notkun þess sem kallast aukinn veruleiki eða Augmented Reality á ensku (AR). 2.12.2021 22:44
Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2.12.2021 21:23
Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása Nokkur röð bíla hefur myndast á Hringbraut þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað veginum og lætur alla sem keyra þar um blása í áfengismæla. 2.12.2021 19:20
Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2.12.2021 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að allt að sjö manns hafa greinst með nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, omíkron hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu eins og víða erlendis. 2.12.2021 18:01
Fimmtán ára byssumaður ákærður fyrir hryðjuverk Fimmtán ára drengur sem skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö í skóla nærri Detroit í Bandaríkjunum í gær hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. 1.12.2021 23:42
Omíkron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1.12.2021 22:20
Dæmdur fyrir árás og hótanir með sveðju Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið mann í þriggja mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir minniháttar líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að ráðast á og ógna manni með sveðju. 1.12.2021 21:58
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1.12.2021 21:46
Babe Patrol: Lokaútkall í Verdansk Stelpurnar í Babe Patrol fara í kvöld í síðasta sinn til Verdansk. Í næstu viku verður nefnilega komið nýtt kort í leiknum Call of Duty Warzone. 1.12.2021 20:31