Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8.2.2022 18:47
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálf lamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. 8.2.2022 18:00
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7.2.2022 23:58
Þurfti aðstoð lögreglu fyrir utan þinghúsið Lögreglan í London þurfti að koma Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, til aðstoðar eftir að æstir mótmælendur veittust að honum fyrir utan þinghúsið. Mótmælendurnir hópuðust að Starmer og öskruðu „svikari“ og „Jimmy Savile“. 7.2.2022 22:33
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7.2.2022 22:00
GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna. 7.2.2022 19:30
Fönguðu tvo áfanga í geimskoti með myndavélum á jörðu niðri Geimferðafyrirtækið SpaceX birti um helgina nýtt myndband af geimskoti sem fangaði tvo atburði í geimskotum sem sjást iðulega ekki. Það er þegar eldflaugin sendir farminn af stað og snýr við til jarðar og þegar farmhlífinni er sleppt og hún látin falla til jarðar. 7.2.2022 18:56
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Björgunarsveitir sinntu hátt í tvö hundruð verkefnum í aftakaveðri sem gekk yfir landið í dag og nótt. Rafmagnsstaurar brotnuðu, þakplötur rifnuðu af húsum og bílar eyðilögðust en þrátt fyrir það urðu áhrif óveðursins talsvert minni en spáð var. Hættustigi almannavarna hefur verið aflýst. 7.2.2022 18:01
Sviftivindar í Sandkassanum Strákarnir í Sandkassanum ætla að taka á því í Apex Legends í kvöld. Þar munu þeir berjast gegn öðrum spilurum um að standa einir uppi. 6.2.2022 19:31
Yfirtaka: Áhorfendur ráða ferðinni hjá MjaMix Marín Eydal eða MjaMix ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í dag. Hún verður með fjölbreytta dagskrá þar sem áhorfendur munu ráða ferðinni og taka þátt í gjafaleikjum. 5.2.2022 14:31