Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. 5.2.2022 07:00
Staðfesta loks framleiðslu nýs GTA-leikjar Framleiðsla nýs leikjar í Grand Theft Auto seríunni sem notið hefur gífurlegra vinsælda í áratugi er hafin og jafnvel vel á veg komin. Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar staðfestu fyrst í dag að svo væri en fjölmargir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna mánuði. 4.2.2022 15:27
Eiga nokkra hættulega metra eftir til barnsins í brunninum Björgunarsveitir í Marokkó eru að nálgast fimm ára dreng sem hefur setið fastur í brunni í fjóra daga. Marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem heitir Rayan og féll í brunninn á þriðjudaginn. 4.2.2022 14:52
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4.2.2022 08:54
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3.2.2022 12:02
Telja sig hafa fundið eitt sögufrægasta skip Ástralíu Ástralskir sagnfræðingar, kafarar og aðrir sérfræðingar á vegum Sjóminjasafns Ástralíu telja sig hafa fundið hið sögufræga skip Endeavour, sem James Cook sigldi á um Kyrrahafið á árum áður. Þau hafa varið meira en tveimur áratugum í að rannsaka svæði undan ströndum Rhode Island í Bandaríkjunum. 3.2.2022 11:11
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3.2.2022 09:36
Uncharted Legacy of Thieves Collection: Góðir leikir öðlast nýtt líf Nathan Drake er enn jafn skemmtilegur og hann var á síðasta áratug og ævintýri hans og félaga hans eru það sömuleiðis. Það er lítið annað en jákvætt að Uncharted-leikirnir öðlist nýtt líf. 3.2.2022 08:46
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3.2.2022 07:28
Babe Patrol: Skotbardagar og matreiðsla Stelpurnar í Babe Patrol ætla að eltast við óvini sína Call of Duty Warzone í kvöld. Þar að auki ætla þær að leggja stund á matreiðslu í Overcooked 2. 2.2.2022 20:30