Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. 9.2.2022 22:10
Slógu eigið met í kjarnasamruna frá 1997: „Við höfum sýnt fram á að við getum myndað litla stjörnu“ Vísindamenn á JET-rannsóknarstöðinni (Joint European Torus) tilkynntu í dag að þeir hefðu slegið nýtt met í kjarnasamruna. Við það slógu vísindamennirnir gamalt met JET frá 1997 með því að framleiða rúmlega tvöfalt meiri orku. 9.2.2022 22:01
Mikið um að vera hjá Babe Patrol í streymi kvöldsins Það verður mikið um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í streymi kvöldins. Þær munu spila þrjá leiki í kvöld og berjast sín á milli. 9.2.2022 20:31
Arion hagnaðist um 28,6 milljarða í fyrra Arion banki hagnaðist um 6.522 milljónir króna á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2021. Allt síðasta ár hagnaðist bankinn um 28,6 milljarða króna. 9.2.2022 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með TF-ABB á Þingvallavatni upp á yfirborðið og flugvélinni sjálfri. Aðgerðin er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. 9.2.2022 18:01
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8.2.2022 23:53
Krókódíl bjargað úr dekki Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið. 8.2.2022 22:45
Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár. 8.2.2022 22:01
Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. 8.2.2022 21:37
Uncharted stemning hjá Queens Stelpurnar í Queens stefna á ævintýri í kvöld. Í streymi kvöldsins ætla stelpurnar að spila Umcharted Legacy of Thieves Collection. 8.2.2022 20:31