Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í Olís, undanúrslit í Subway, Evrópudeild, golf og margt fleira Það er svo sannarlega frábær fimmtudagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Segja má að það sé eitthvað fyrir alla á boðstólnum. 20.4.2023 06:01
„Við erum uppgefnir“ Pep Guardiola var ánægður með þá staðreynd að Manhester City væri komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þriðja árið í röð en hann hefur miklar áhyggjur af leikjaálaginu næstu vikurnar. 19.4.2023 23:30
Þróttur sparkaði fyrrum nágrönnum sínum úr leik | Hádramatík hjá Stjörnunni Öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu er nú lokið. Þróttur Reykjavík lagði Fram í Úlfarsárdal, Valur „marði“ neðri deildarlið RB, Stjarnan og Keflavík fóru áfram eftir framlengda leiki. 19.4.2023 23:01
Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19.4.2023 22:01
Inter mætir nágrönnum sínum í AC Milan í undanúrslitum Inter Milan stöðvaði Evrópuævintýri Benfica og tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 3-3 jafntefli á San Siro í kvöld. Inter vann fyrri leik liðanna í Portúgal 2-0 og einvígið því 5-3. 19.4.2023 21:40
Manchester City í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Bayern München þurfti kraftaverk til að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það gekk ekki eftir en leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli. 19.4.2023 21:25
Russo hetja Man United gegn Skyttunum Alessia Russo skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United vann Arsenal 1-0 í leik sem gæti skipt sköpum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 19.4.2023 20:35
Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19.4.2023 20:02
Selma Sól á toppnum í Noregi | Willum Þór brenndi af vítaspyrnu Landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg tróna um þessar mundir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Willum Þór Willumsson brenndi af vítaspyrnu í Hollandi en það kom ekki að sök. 19.4.2023 19:00
Þriggja ára bann vegna kynþáttaníðs í garð leikmanna sinna Rasistinn John Yems, fyrrverandi þjálfari enska knattspyrnuliðsins Crawley Town, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótbolta vegna hegðunar sinnar er hann þjálfað Crawley. Upphaflega var bannið til 18 mánaða en hefur nú verið lengt. 19.4.2023 14:31