Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30.1.2021 10:01
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29.1.2021 07:01
Eftir tíu ára starf fær Ísland 5,5 í einkunn „Niðurstaðan var sú, að í samanburði við lönd sem við gjarnan berum okkur saman við, fær Ísland 5,5 í einkunn. Við rétt náum,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal allra formanna, varaformanna og framkvæmdastjóra Festu til dagsins í dag og fulltrúa þeirra sex fyrirtækja sem stofnuðu Festu árið 2011. 27.1.2021 07:00
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25.1.2021 07:01
„Úti á bílastæði hitti hann Elvis Presley, Ronald Reagan og fleiri“ „Jú þetta hefur mikið breyst,“ segja félagarnir Ágúst Andri Eiríksson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson og Árni Jóhann Elfar um breytingar sem hafa orðið á bílaverkstæðum síðustu áratugina. Félagarnir þrír eiga og reka Réttingaþjónustuna. „Menn voru grímulausir að vinna með alls kyns eiturefni, mála og sprauta,“ segir Árni um aðbúnaðinn eins og hann eitt sinn var. „Og enginn með hanska eða neitt, það þótti bara aumingjaskapur,“ segir Eiríkur. 24.1.2021 08:01
„Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23.1.2021 10:00
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22.1.2021 07:00
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21.1.2021 07:01
„Eða komast allir að á föstudögum í klippingu?“ „Það sem við finnum einna sterkast er að viðhorf stjórnenda skiptir lykilmáli, hvort þeir sýni vilja og stuðning sinn í verki, sýni gott fordæmi, skoði verkefnaval og forgangsröðun í samræmi við styttinguna og séu tilbúnir að treysta starfsmönnum sínum til að skila góðu verki þótt þeir vinni styttri vinnuviku eða nýti sér annan sveigjanleika í starfi. Það sem skiptir þó mestu máli er að lykilstjórnendur sammælist um markmið með breytingunni og trúi á að hún muni skila vinnustaðnum velsæld,“ segir Guðríður Sigurðardóttir hjá Attentus um styttingu vinnuvikunnar. 20.1.2021 07:01
Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19.1.2021 07:01