Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. september 2021 12:10 Pétur Jakob Pétursson. Vísir/Aðsent Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum. Pétur Jakob er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og Tromsö. Pétur Jakob er með fjölbreytta reynslu úr sjávarútvegi. Hann var sölustjóri hjá Skaganum 3X áður en hann kom til Héðins. Hann starfaði meðal annars sem innkaupastjóri DeutscheSee, sem er stærsti fiskframleiðendandi í Þýskalandi og með stærstu vefverslun með fisk í Evrópusambandinu, með aðsetur í Bremerhaven og sinnti framleiðslu- og gæðastýringu hjá Samherja til margra ára. Í tilkynningu segir að Héðinn hafi fjárfest rúmum milljarði króna í þróun HPP og að umsvif próteinverksmiðjunnar hafi aukist ár frá ári. HPP byggir á nýrri nálgun við vinnslu afurðanna, sem sparar orku, rými, mannafla og skilar jafnari gæðum. HPP er nú að finna um borð í frystitogurum Ramma, Brims og Samherja og dótturfélaga þeirra, og í skipum erlendra útgerða. Þá kemur fram að smíði sé nú þegar hafin á nýrri 380 tonna HPP verksmiðju fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupsstað og að stutt sé síðan Gröntvedt Nutri í Noregi tók 350 tonna HPP í notkun til að fá 100 prósent nýtingu hráefnis við vinnslu á makríl og síld. „Það er afar spennandi að ganga til liðs við Héðin í þessari vegferð. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Héðinn hefur yfir gríðarlegum mannauði að ráða í verkviti og verkkunnáttu hjá smiðjufólki, tæknifræðingum og verkfræðingum. Sjávarútvegurinn leggur áherslu á að skapa sem mest verðmæti og með HPP geta fyrirtækin náð 100% nýtingu aflans og hámarkað virði hans. Framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa áttað sig á þeim auknu verðmætum sem HPP skapar. Það eru ekki margir sem geta státað af því að gera heiminn örlítið grænni en þeir komu að honum, en sú er raunin hvað HPP varðar,“ er haft eftir Pétri Jakobi í tilkynningu. Sjávarútvegur Nýsköpun Vistaskipti Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Verðhjöðnun í sjónmáli Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Pétur Jakob er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og Tromsö. Pétur Jakob er með fjölbreytta reynslu úr sjávarútvegi. Hann var sölustjóri hjá Skaganum 3X áður en hann kom til Héðins. Hann starfaði meðal annars sem innkaupastjóri DeutscheSee, sem er stærsti fiskframleiðendandi í Þýskalandi og með stærstu vefverslun með fisk í Evrópusambandinu, með aðsetur í Bremerhaven og sinnti framleiðslu- og gæðastýringu hjá Samherja til margra ára. Í tilkynningu segir að Héðinn hafi fjárfest rúmum milljarði króna í þróun HPP og að umsvif próteinverksmiðjunnar hafi aukist ár frá ári. HPP byggir á nýrri nálgun við vinnslu afurðanna, sem sparar orku, rými, mannafla og skilar jafnari gæðum. HPP er nú að finna um borð í frystitogurum Ramma, Brims og Samherja og dótturfélaga þeirra, og í skipum erlendra útgerða. Þá kemur fram að smíði sé nú þegar hafin á nýrri 380 tonna HPP verksmiðju fyrir Síldarvinnsluna í Neskaupsstað og að stutt sé síðan Gröntvedt Nutri í Noregi tók 350 tonna HPP í notkun til að fá 100 prósent nýtingu hráefnis við vinnslu á makríl og síld. „Það er afar spennandi að ganga til liðs við Héðin í þessari vegferð. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Héðinn hefur yfir gríðarlegum mannauði að ráða í verkviti og verkkunnáttu hjá smiðjufólki, tæknifræðingum og verkfræðingum. Sjávarútvegurinn leggur áherslu á að skapa sem mest verðmæti og með HPP geta fyrirtækin náð 100% nýtingu aflans og hámarkað virði hans. Framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi hafa áttað sig á þeim auknu verðmætum sem HPP skapar. Það eru ekki margir sem geta státað af því að gera heiminn örlítið grænni en þeir komu að honum, en sú er raunin hvað HPP varðar,“ er haft eftir Pétri Jakobi í tilkynningu.
Sjávarútvegur Nýsköpun Vistaskipti Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Verðhjöðnun í sjónmáli Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira