fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Foreldrakulnun og vinnustaðurinn

Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna.

Bankahrunið ekkert á við Covid

„Asíubúarnir eru áberandi jákvætt og hresst fólk. Maður setur kannski fyrirvara á ökufærnina hjá þeim en þessi hópur fer hvorki hratt yfir eða langt upp á jökul. Það þýðir til dæmis ekkert að blanda Asíubúum saman við hóp af Norðmönnum því Norðmennirnir vilja fara hraðar og lengra,“ segir Haukur Herbertsson rekstrarstjóri fjölskyldufyrirtækisins Mountaineers of Iceland.

Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk

Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid.

Að jafna sig á erfiðleikum í vinnunni

Við erum með alls kyns orðatiltæki um hvernig okkur eigi að líða sem best. „Að lifa í núinu,“ „að njóta,“ „lífið er núna,“ og svo framvegis. Allt er þetta gott og blessað en hvernig eigum við að jafna okkur á erfiðri reynslu í vinnunni eða jafnvel eitruðu andrúmslofti sem hefur haft áhrif á okkur? Og það sem meira er: Erum við alltaf að gera okkur grein fyrir því, hvernig erfiðleikar í vinnu hafa áhrif á okkur?

Starfsfólk aldrei ánægðara en eftir Covid

„Starfsfólk hefur aldrei verið ánægðara í starfi, það upplifir fleiri tækifæri til að þróast í starfi og það fær meira hrós og endurgjöf en áður,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðsviðssviðs Origo um niðurstöður vinnustaðakönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Origo í desember síðastliðnum.

Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin

„Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte.

„Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“

„Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna.

„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“

Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið.

Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin.  

Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða

„Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð.

Sjá meira