Keahótel taka við Hótel Grímsborgum Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi, með undirritun samnings þess efnis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea Hótelum. 20.6.2023 14:31
Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. 20.6.2023 13:50
Bakkaði bát niður Reykjanesbrautina Bílstjóri flutningabíls með bát meðferðis olli töluverðum töfum á umferð á Reykjanesbrautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar og varð að bakka að Lindum í Kópavogi með aðstoð lögreglu. 20.6.2023 12:02
Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. 20.6.2023 09:10
Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 19.6.2023 15:16
Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp Samgöngustofa hlutast ekki til um starfsreglur einstakra leyfishafa á leigubílamarkaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við ákvörðun Hreyfils um að meina bílstjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. 19.6.2023 14:40
Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir Stjórn Strætó hefur tekið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi og mun Klappið taka alfarið við. Þetta kemur fram í tilkynningu. 19.6.2023 14:14
Félagsmenn BSRB samþykktu nýjan kjarasamning Atkvæðagreiðslu um kjarasamning ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í hádeginu í dag. Mikill meirihluti félagsmanna samþykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. 19.6.2023 13:04
„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. 19.6.2023 10:37
Stjórnandi Spotify illur út í Harry og Meghan Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlaðvarpsmála hjá sænsku tónlistarveitunni Spotify, var þungorður í garð hertogahjónanna Harry og Meghan í eigin hlaðvarpsþætti og kallaði hjónin eiginhagsmunaseggi. Spotify og hjónin komust að samkomulagi fyrir helgi um uppsögn á framleiðslusamningi hjónanna við tónlistarveituna. 19.6.2023 08:31