Viðskipti innlent

Strætó appinu lokað og Klappið eitt eftir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Klappið verður eina appið sem notendur strætó geta notað til þess að kaupa miða frá og með 1. júlí næstkomandi.
Klappið verður eina appið sem notendur strætó geta notað til þess að kaupa miða frá og með 1. júlí næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Stjórn Strætó hefur tekið á­kvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næst­komandi og mun Klappið taka al­farið við. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að öll virkni sem við­kemur leiðar­kerfi eða miðum fyrir höfuð­borgar­svæðið sé nú komið í Klappið auk annarra nýjuna. Segir enn­fremur að flestir hafi þegar fært sig yfir í nýja for­ritið, enda séu mun fleiri mögu­leikar í því eins og það er orðað í til­kynningunni.

Segir enn­fremur að að­eins ein virkni standi út af en ekki er hægt að versla lands­byggðar­miða í Klappinu. Á­fram verður hægt að borga með reiðu­fé og fá til baka eða greiða með greiðslu­korti um borð í vögnunum og eru lang­flestir sem versla miða með þeim hætti, að sögn Strætó.

Sala miða í appinu var að meðal­tali að­eins þrjú prósent allra seldra far­gjalda á lands­byggðinni. Vega­gerðin rekur og ber á­byrgð á lands­byggðar­strætó og er nú með til skoðunar að bæta við fleiri greiðslu­mögu­leikum fyrir við­skipta­vini á lands­byggðinni.

Hægt er að sjá öll verð fyrir lands­byggðina í „Skipu­leggja ferð“ í Klappinu og á straeto.is. Í Klappinu og á straeto.is er hægt að skipu­leggja ferðir, sjá vagna í raun­tíma og sjá verð bæði fyrir höfuð­borgar­svæðið og lands­byggðina.


Tengdar fréttir

Strætó miður sín vegna Klapp-vanda­­mála

Nýtt greiðslu­kerfi Strætó hefur farið brösug­lega af stað og mörgum verið meinaður að­gangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betr­um­bótum strax í næstu viku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×