Viðskipti innlent

Mun ekki bregðast við reglum Hreyfils um akstur með Hopp

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Innkoma Hopp á leigubílamarkað hefur valdið titringi meðal þeirra sem fyrir eru á markaðnum.
Innkoma Hopp á leigubílamarkað hefur valdið titringi meðal þeirra sem fyrir eru á markaðnum. Vísir/Vilhelm

Sam­göngu­stofa hlutast ekki til um starfs­reglur ein­stakra leyfis­hafa á leigu­bíla­markaði á meðan þær rúmast innan laga og reglna. Stofnunin mun því ekki bregðast við á­kvörðun Hreyfils um að meina bíl­stjórum sínum um að skrá sig hjá Hopp Leigu­bílum.

Þetta kemur fram í svari Sam­göngu­stofu við fyrir­spurn Vísis. Til­efnið er á­kvörðun Hreyfils um að meina leigu­bíl­stjórum á sínum vegum að skrá sig hjá Hopp Leigu­bílum og nýta tækni fé­lagsins til síns aksturs.

Haraldur Axel Gunnars­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyfils, sagði Sæunni Ósk Unn­steins­dóttur fram­kvæmda­stjóra Hopp rang­túlka ný lög um leigu­bíla eftir að hin síðar­nefnda hvatti alla leigu­bíl­stjóra til þess að skrá sig hjá Hopp á grund­velli þess að stöðva­skylda sé fallin úr gildi og allir megi nú vinna með öllum.

Sjálf spurði Sæunn sig að því hvort Hreyfli væri leyfi­legt að meina bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp. Sagðist hún ekki hafa rang­túlkað lögin, fjöldi leigu­bíl­stjóra af öðrum leigu­bíla­stöðvum hefði þegar skráð sig hjá Hopp og væru byrjaðir að nýta tækni fyrir­tækisins. 

Sam­göngu­stofu að hafa eftir­lit með starf­semi

Í svari Sam­göngu­stofu við fyrir­spurn Vísis um hvort Hreyfill hafi heimild til þess að sam­þykkja ekki að leigu­bíl­stjórar sínir skrái sig hjá Hopp segir Sam­göngu­stofa að stofnunin hafi eftir­lit með því hvort starf­semi leyfis­hafa sé í sam­ræmi við lög, reglu­gerðir og reglur.

„Og að starf­semin sé í öðru leyti í sam­ræmi við heil­brigða og eðli­lega við­skipta­hætti skv. 13. gr. laga um leigu­bif­reiða­akstur nr. 120/2022. Stofnunin hlutast ekki til um starfs­reglur ein­stakra leyfis­hafa meðan þær rúmast innan laga og reglna.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×