Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko John Travolta kom gestum á Grease sing-a-long sýningu á óvart í gærkvöldi þegar hann mætti þangað í gervi Danny Zuko. 29.6.2025 19:33
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. 29.6.2025 18:32
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. 29.6.2025 17:54
Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. 29.6.2025 17:43
„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. 28.6.2025 23:19
Sonur Rögnu og Árna fæddur Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum. 28.6.2025 22:27
Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. 28.6.2025 22:20
Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, þingmaður Samfylkingar og formaður íbúasamtakanna Átaks, hverfisráðs Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, segja það sorglegt og mikið áfall fyrir íbúabyggð á Þingeyri að flytja eigi fóðurstöð Arctic Fish á Ísafjörð. Alls starfa níu í fóðurstöðinni. 28.6.2025 21:02
Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Einn heppin Lottó-spilari var einn með fjórfaldan fyrsta vinning í Lottó kvöld og fær rúmar 53,8 milljónir króna í sinn hlut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að mið vinningshafans hafi verið í áskrift. 28.6.2025 20:13
Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Ölgerðin, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla Lay´s Nacho Cheese snakk og Lay´s Bugles Original, með best fyrir merkingu: BF 22.11.2025. 28.6.2025 20:11