Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Danir bæta við sig í Össuri

Danska fjárfestingarfélagið William Demant Invest keypti í síðustu viku þrjár milljónir hluta í íslenska stoðtækjaframleiðandanum Össuri fyrir um 1,45 milljarða króna.

Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp

Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa.

Icelandair skoðar Asíuflug af alvöru

"Það er í skoðun hjá okkur að fljúga til Asíu og ef við horfum fram í tímann hef ég trú á því að við eigum eftir að sjá félagið færa sig í þá áttina,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um mögulega innreið félagsins á Asíumarkað.

Lífeyrissjóðir eignast 46% í HS Orku

Eignarhlutur íslenskra lífeyrissjóða í HS Orku mun aukast um 12,7 prósent og verða 46,1 prósent. Þetta varð ljóst í lok síðustu viku þegar samkomulag náðist á milli fagfjárfestasjóðsins ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, og Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufélagsins Alterra.

Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna

Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda.

Tekjur Marels ollu vonbrigðum

Tekjur Marels á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans gerði ráð fyrir og ollu vonbrigðum. Þá versnaði afkoma félagsins af fiskiðnaði, þvert á væntingar sérfræðinga hagfræðideildarinnar. Engu að síður telja þeir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þróuninni eigi skýringar stjórnenda Marels við rök að styðjast.

Icelandair enn í vanda statt

Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,7 prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Þrátt fyrir tekjuvöxt á milli ára eru enn blikur á lofti. Búast má við aukinni samkeppni.

Staða Marels aldrei sterkari

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir markaðsaðstæður góðar og pantanastöðuna sterka. Staða Marels hafi aldrei verið sterkari. Félagið landaði í byrjun mánaðarins sinni stærstu pöntun frá upphafi.

Eignir í stýringu lækkuðu um 27 milljarða

Eignir í stýringu Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, lækkuðu um 27 milljarða króna eða um fimmtán prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir að skýringuna megi að langmestu leyti rekja til mikilla sveiflna í stærð lausafjársjóða í stýringu félagsins.

Sjá meira