Icelandair enn í vanda statt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júlí 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group vísir/gva Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þrátt fyrir ágætan tekjuvöxt og fyrirséðan afkomubata er Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati viðmælenda Fréttablaðsins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmælandi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríðféllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markaðurinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í uppgjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að innleiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækkaði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til aukins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira