Viðskipti innlent

Icelandair skoðar Asíuflug af alvöru

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Icelandair skoðar að hefja beint flug til Asíu. Vísir/Vilhelm
Icelandair skoðar að hefja beint flug til Asíu. Vísir/Vilhelm
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group

„Það er í skoðun hjá okkur að fljúga til Asíu og ef við horfum fram í tímann hef ég trú á því að við eigum eftir að sjá félagið færa sig í þá áttina,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um mögulega innreið félagsins á Asíumarkað.

Björgólfur segir félagið meðal annars hafa skoðað mögulega áfangastaði í Kína, Japan og Ísrael, en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um að hefja flug þangað.

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, sagði í samtali við Fréttablaðið í júní að flugfélagið hygðist hefja beint flug til Asíu á næsta ári. Félagið ynni að því að ákveða hvaða áfangastaðir í álfunni yrðu fyrir valinu. Þó liggur fyrir að það mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael í september.

Björgólfur segir að Icelandair sé í góðu samstarfi við flugfélög sem starfa í Asíu og margir Asíubúar komi til landsins frá Evrópu með félaginu.

„Snúna málið í þessu er vissulega það að heimamarkaðurinn er mjög lítill. Við erum bara 330 þúsund hér á landi. En við sjáum vissulega tækifæri í því að hefja Asíuflug og höfum verið að skoða það í allnokkur ár. Ég hef trú á því að við eigum eftir að sjá breytingar í þá veru á næstu misserum og árum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.