Ráðuneyti mátti ekki vísa kæru sjómanns frá Frávísun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á kæru sjómanns, sem vildi hnekkja úrskurði ríkisskattstjóra um skattalegt heimilisfesti sitt, var ekki í samræmi við lög. 27.7.2017 07:00
Innkoma Costco er ekki úrslitaatriði Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Félögin séu bæði í markaðsráðandi eða mjög sterkri stöðu á sínum mörkuðum. 27.7.2017 07:00
Íslendingar hættir við að kaupa Seachill Íslenski fjárfestahópurinn sem lagði fyrr í sumar fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic Group í Bretlandi, hefur hætt við kaupin. 27.7.2017 07:00
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27.7.2017 07:00
Refresco kaupir gosdrykkjarisa Evrópski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco Group, sem eignarhaldsfélagið Stoðir, áður FL Group, á tæplega níu prósenta hlut í, hefur ákveðið að kaupa kanadíska gosdrykkjaframleiðandann Cott Corporation. 26.7.2017 07:00
Telur stjórnmálamenn þurfa að gera meira og tala minna Hvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing samkvæmt könnun MMR. Flokkur fólksins fengi 6,1 prósent. Inga Sæland, formaður flokksins, segist ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn en Björt Ólafsdóttir, ráðherra Bjartrar framtíðar segir fylgi flokksins vonbrigði. 26.7.2017 06:00
Samskip kaupa Nor Lines sem Eimskip vildi Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda. Markmiðið með kaupunum er að efla starfsemi Samskipa á norska flutningamarkaðinum. 26.7.2017 06:00
Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25.7.2017 06:00
Viðsnúningur hjá Grikkjum Grísk stjórnvöld hafa áform um að sækja sér fé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í fyrsta sinn í meira en þrjú ár. Þau hafa ráðið sex banka til þess að sjá um skuldabréfaútgáfuna, en gefin verða út skuldabréf til fimm ára. 25.7.2017 06:00