Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta

Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku.

Hafnar 14,5 milljóna kröfu Benna í slitabú

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í síðustu viku kröfu Benedikts Eyjólfssonar, sem er jafnan kenndur við Bílabúð Benna, um að 14,5 milljóna króna fjárkrafa hans yrði viðurkennd sem almenn krafa í slitabú gamla Landsbankans.

Kaupa 1,45 prósenta hlut í Kviku

Einkahlutafélagið RPF, sem er í jafnri eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, starfsmanna fasteignasölunnar RE/MAX Senter, er komið í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með 1,45 prósenta hlut. Er félagið þannig orðið fjórtándi stærsti hluthafi bankans.

Helgi Magnússon hagnast um 337 milljónir

Afkoma þriggja félaga Helga Magnússonar fjárfestis versnaði nokkuð í fyrra og nam samanlagður hagnaður þeirra 337 milljónum króna. Til samanburðar högnuðust félög hans samanlagt um 838 milljónir króna árið 2015.

Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem á fjölda íbúða og eigna á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti eignir af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári.

Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki

Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan.

Hlutabréf Haga hríðfalla eftir uppgjör

Hagnaðar smásölufélagsins Haga nam 682 milljónum króna á öðrum fjórðungi rekstrarárs félagsins, frá júní til ágúst, og dróst saman um tæplega 45 prósent á milli ára. Hagnaðurinn var 1.213 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var síðdegis í gær.

Sjá meira