Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 10:15 Hlutur í Refresco er stærsta fjárfestingareign TM. Vísir/Anton Brink Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn.
Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira