Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 10:15 Hlutur í Refresco er stærsta fjárfestingareign TM. Vísir/Anton Brink Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira