Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 10:15 Hlutur í Refresco er stærsta fjárfestingareign TM. Vísir/Anton Brink Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira