Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 08:00 Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti 462 íbúðir sem og atvinnuhúsnæði, alls tæpa 80 þúsund fermetra, af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Ursus fyrir síðasta ár að félagið eigi hlut í einkahlutafélaginu P190 að virði 400 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Markaðarins keypti Ursus sig inn í félagið fyrr á þessu ári. P190 á 90 prósenta hlut í Ásbrú ehf., en fyrrnefnda félagið lánaði því síðarnefnda um 2,3 milljarða króna til þess að fjármagna að hluta til kaupin á eignum Kadeco í lok síðasta árs. Í ársreikningi P190 fyrir síðasta ár, stofnár félagsins, kemur fram að fjárfestar hafi lagt félaginu til um 2,7 milljarða króna í formi láns. Lauk fjármögnuninni 20. desember 2016, sama dag og tilkynnt var um kaup dótturfélagsins, Ásbrúar ehf., á eignum Kadeco. Lánið var greitt upp í janúar á þessu ári og því breytt í hlutafé í félaginu. Íbúðirnar sem Ásbrú ehf. keypti af Kadeco í lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær féllu hins vegar íslenska ríkinu í skaut þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006. Árni Geir Magnússon er stjórnarformaður P190, en hann hefur komið að ýmsum fjárfestingum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og samstarfsmönnum hans, svo sem Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni, en þeir standa meðal annars að uppbyggingu nýs hugmyndahúss í Vatnsmýrinni. Félagið Íslenskar fasteignir á auk þess innan við tíu prósenta hlut í Ásbrú ehf., en eigendur þess eru meðal annars viðskiptafélagarnir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg, og Sveinn Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Novator.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti 462 íbúðir sem og atvinnuhúsnæði, alls tæpa 80 þúsund fermetra, af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Ursus fyrir síðasta ár að félagið eigi hlut í einkahlutafélaginu P190 að virði 400 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Markaðarins keypti Ursus sig inn í félagið fyrr á þessu ári. P190 á 90 prósenta hlut í Ásbrú ehf., en fyrrnefnda félagið lánaði því síðarnefnda um 2,3 milljarða króna til þess að fjármagna að hluta til kaupin á eignum Kadeco í lok síðasta árs. Í ársreikningi P190 fyrir síðasta ár, stofnár félagsins, kemur fram að fjárfestar hafi lagt félaginu til um 2,7 milljarða króna í formi láns. Lauk fjármögnuninni 20. desember 2016, sama dag og tilkynnt var um kaup dótturfélagsins, Ásbrúar ehf., á eignum Kadeco. Lánið var greitt upp í janúar á þessu ári og því breytt í hlutafé í félaginu. Íbúðirnar sem Ásbrú ehf. keypti af Kadeco í lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær féllu hins vegar íslenska ríkinu í skaut þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006. Árni Geir Magnússon er stjórnarformaður P190, en hann hefur komið að ýmsum fjárfestingum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og samstarfsmönnum hans, svo sem Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni, en þeir standa meðal annars að uppbyggingu nýs hugmyndahúss í Vatnsmýrinni. Félagið Íslenskar fasteignir á auk þess innan við tíu prósenta hlut í Ásbrú ehf., en eigendur þess eru meðal annars viðskiptafélagarnir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg, og Sveinn Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Novator.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira