Kristinn Ingi Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Íslensku lífeyrissjóðirnir líti sér nær

Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu er nánast hvergi hærra innan ríkja OECD en á Íslandi. Lektor í fjármálum segir lífeyrissjóðina eiga erfitt um vik að auka erlendar fjárfestingar. Nær allar erlendar eignir bundnar í hlutabréfum.

Hægt að tappa um 100 milljörðum af eigin fé bankanna

Umfram eigið fé í stóru viðskiptabönkunum var um 97 milljarðar króna í lok júní samkvæmt nýrri greiningu. Sérfræðingar telja skynsamlegt að nýta arðgreiðslur úr bönkunum til þess að greiða niður skuldir en ekki til þess að standa undir auknum ríkisútgjöldum.

Hlutabréf í Icelandair Group rjúka upp

Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp í verði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en félagið hækkaði í gærkvöldi afkomuspá sína fyrir árið í heild.

Tryggingagjaldið hækkað um þrjátíu milljarða

Þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,94 prósentustig hefur tryggingagjaldið hækkað um allt að þriðjung í krónum talið á undanförnum fjórum árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldinu liðlega 99 milljarðar króna.

Spá miklum samdrætti hjá Högum

Greiningardeild Arion banka spáir því að hagnaður smásölufélagsins Haga verði 746 milljónir króna á öðrum fjórðungi rekstrarársins og dragist þannig saman um tæplega 39 prósent á milli ára. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórðunginn í næstu viku.

Verkefnisstjórnin heldur sínu striki þrátt fyrir kosningar

Verkefnisstjórnin, sem var fyrr á árinu falið að endurskoða peningastefnu Íslands til framtíðar, heldur sínu striki þrátt fyrir stjórnarslit og boðaðar þingkosningar, að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem á sæti í stjórninni.

Félag Einars Sveinssonar hagnast um 375 milljónir

Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skilaði 375 milljóna króna hagnaði í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.

Ekki verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald þróunarverkefnis Íslandspósts á sviði rafrænnar dreifingar. ePóstur hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum frá stofnun. Íslandspóstur segir tekjuvöxt félagsins hafa verið undir væntingum.

Sjá meira