Íslensku lífeyrissjóðirnir líti sér nær Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu er nánast hvergi hærra innan ríkja OECD en á Íslandi. Lektor í fjármálum segir lífeyrissjóðina eiga erfitt um vik að auka erlendar fjárfestingar. Nær allar erlendar eignir bundnar í hlutabréfum. 25.10.2017 09:30
Aukin fjárfesting erlenda sjóða í ríkisskuldabréfum Innflæði fjármagns vegna nýfjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum nam 8,5 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. 25.10.2017 09:00
Hægt að tappa um 100 milljörðum af eigin fé bankanna Umfram eigið fé í stóru viðskiptabönkunum var um 97 milljarðar króna í lok júní samkvæmt nýrri greiningu. Sérfræðingar telja skynsamlegt að nýta arðgreiðslur úr bönkunum til þess að greiða niður skuldir en ekki til þess að standa undir auknum ríkisútgjöldum. 25.10.2017 07:15
Hlutabréf í Icelandair Group rjúka upp Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp í verði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, en félagið hækkaði í gærkvöldi afkomuspá sína fyrir árið í heild. 24.10.2017 09:56
Tryggingagjaldið hækkað um þrjátíu milljarða Þrátt fyrir að hafa lækkað um 0,94 prósentustig hefur tryggingagjaldið hækkað um allt að þriðjung í krónum talið á undanförnum fjórum árum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldinu liðlega 99 milljarðar króna. 19.10.2017 07:45
Spá miklum samdrætti hjá Högum Greiningardeild Arion banka spáir því að hagnaður smásölufélagsins Haga verði 746 milljónir króna á öðrum fjórðungi rekstrarársins og dragist þannig saman um tæplega 39 prósent á milli ára. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórðunginn í næstu viku. 18.10.2017 11:30
Rekstrargjöld GAMMA jukust um 65 prósent á fyrri árshelmingi Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam 411 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 8,5 prósent á milli ára. 18.10.2017 10:00
Verkefnisstjórnin heldur sínu striki þrátt fyrir kosningar Verkefnisstjórnin, sem var fyrr á árinu falið að endurskoða peningastefnu Íslands til framtíðar, heldur sínu striki þrátt fyrir stjórnarslit og boðaðar þingkosningar, að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem á sæti í stjórninni. 18.10.2017 09:30
Félag Einars Sveinssonar hagnast um 375 milljónir Eignarhaldsfélag Einars Sveinssonar, fjárfestis og föðurbróður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, skilaði 375 milljóna króna hagnaði í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. 18.10.2017 09:15
Ekki verið tekin ákvörðun um framtíð ePósts Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald þróunarverkefnis Íslandspósts á sviði rafrænnar dreifingar. ePóstur hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum frá stofnun. Íslandspóstur segir tekjuvöxt félagsins hafa verið undir væntingum. 18.10.2017 08:00