Viðskipti innlent

Afkoma Fjarskipta undir væntingum greinenda

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta.
Stefán Sigurðsson, forstjóri Fjarskipta.
Rekstrarhagnaður Fjarskipta fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) á þriðja fjórðungi ársins hefur ekki verið minni frá árinu 2013, að því er fram kemur í viðbrögðum greinenda Landsbankans við uppgjöri fjarskiptafélagsins.

Sala félagsins á tímabilinu, frá júlí til september, dróst minna saman en greinendur bankans höfðu búist við, en á móti var framlegð lægri og rekstrarkostnaður hærri. Var EBIDTA félagsins þannig undir væntingum, fyrst og fremst vegna áhrifa af nýrri reglugerðarbreytingu í reiki, „Roam Like Home“.

Sérfræðingar Landsbankans höfðu spáð EBIDTA upp á 992 milljónir króna, en hún reyndist 129 milljónum hærri eða 853 milljónir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×