Blaðamaður

Kristinn Ingi Jónsson

Kristinn Ingi er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tæknirisinn Amazon opnar matvöruverslanir

Tæknirisinn Amazon hefur áform um að opna fjölda matvöruverslana í helstu stórborgum Bandaríkjanna á næstu misserum, samkvæmt heimildum Wall Street Journal.

Tvöfaldaði fjárfestinguna á Íslandi

Norski olíusjóðurinn keypti skuldabréf Landsvirkjunar fyrir um 6,7 milljarða króna á síðasta ári. Heildarfjárfesting sjóðsins á Íslandi nam 13,7 milljörðum í lok síðasta árs borið saman við 7 milljarða í lok 2017.

Virði Kerecis gæti verið 11,4 milljarðar króna

Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð, hyggst afla sér allt að 7,5 milljónum dala, jafnvirði um 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár síðar í þessum mánuði.

Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll

Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum.

Kerfinu geta fylgt "verulegir ókostir“

Bankaráð Seðlabankans segir illa fara á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á eftirliti annars vegar og hins vegar þeirri kjarnastarfsemi að móta peningastefnu. Það sýni reynslan.

Hagnaður KPMG dróst saman um fimmtung

KPMG hagnaðist um 298 milljónir króna á síðasta rekstrarári ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins, frá október 2017 til september 2018, og dróst hagnaðurinn saman um 81 milljón króna frá fyrra rekstrarári.

Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra

Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær.

Sjá meira