Tæknirisinn Amazon opnar matvöruverslanir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:00 Amazon hyggst hrista upp í matvörumarkaðinum. Nordicphotos/Getty Tæknirisinn Amazon hefur áform um að opna fjölda matvöruverslana í helstu stórborgum Bandaríkjanna á næstu misserum, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið opni fyrstu verslunina í Los Angeles fyrir lok þessa árs. Þá hafa stjórnendur Amazon jafnframt gengið frá leigusamningum um húsnæði fyrir að minnsta kosti tvær aðrar verslanir sem er búist við að opni snemma á næsta ári, eftir því sem heimildir Wall Street Journal herma. Umræddar verslanir verða ólíkar verslunum keðjunnar Whole Foods sem Amazon keypti árið 2017. Ekki er hins vegar vitað hvort nýju verslanirnar verða reknar undir merkjum Amazon eða hvort nýtt vörumerki verður búið til fyrir þær. Auk þess að opna nýjar matvöruverslanir hafa forsvarsmenn tæknirisans áhuga á því að kaupa fleiri matvörukeðjur, að sögn Wall Street Journal, sem gætu hjálpað fyrirtækinu að auka hlutdeild sína á bandaríska markaðinum. Nokkuð er síðan Amazon opnaði nýja tegund matvöruverslana undir nafninu Amazon Go en verslanirnar, sem eru án starfsmanna og afgreiðslukassa, virka þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Hyggst Amazon opna fleiri slíkar verslanir. Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknirisinn Amazon hefur áform um að opna fjölda matvöruverslana í helstu stórborgum Bandaríkjanna á næstu misserum, samkvæmt heimildum Wall Street Journal. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið opni fyrstu verslunina í Los Angeles fyrir lok þessa árs. Þá hafa stjórnendur Amazon jafnframt gengið frá leigusamningum um húsnæði fyrir að minnsta kosti tvær aðrar verslanir sem er búist við að opni snemma á næsta ári, eftir því sem heimildir Wall Street Journal herma. Umræddar verslanir verða ólíkar verslunum keðjunnar Whole Foods sem Amazon keypti árið 2017. Ekki er hins vegar vitað hvort nýju verslanirnar verða reknar undir merkjum Amazon eða hvort nýtt vörumerki verður búið til fyrir þær. Auk þess að opna nýjar matvöruverslanir hafa forsvarsmenn tæknirisans áhuga á því að kaupa fleiri matvörukeðjur, að sögn Wall Street Journal, sem gætu hjálpað fyrirtækinu að auka hlutdeild sína á bandaríska markaðinum. Nokkuð er síðan Amazon opnaði nýja tegund matvöruverslana undir nafninu Amazon Go en verslanirnar, sem eru án starfsmanna og afgreiðslukassa, virka þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Hyggst Amazon opna fleiri slíkar verslanir.
Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira