
Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi
Lögreglan á Vesturlandi er með slys sem varð í rennibrautinni í Stykkishólmi um miðja síðustu viku til rannsóknar. Börn voru þar að leik og var ungur drengur fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Stykkishólmi.