
Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur
Bandarískur ferðamaður hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er hann ók á kyrrstæðan bíl á Reykjanesbraut í fyrra. Maður slasaðist lífshættulega. Kröfu um farbann var hafnað og fór ferðamaðurinn til síns heima.