Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Antoine Semenyo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Bournemouth vann 3-1 sigur á Fulham á Vitality leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í gær. 4.10.2025 08:02
Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Gríðarlega mikið er um að vera á sportrásum Sýnar. Meðal annars verður sýnt beint frá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta. 4.10.2025 06:01
Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Rætt var um stöðu Liverpool í BigBen í gær. Mikael Nikulásson var gestur þáttarins ásamt Teiti Örlygssyni. Honum hefur ekki fundist mikið til Liverpool koma í upphafi tímabilsins og segir að leikmannakaup félagsins hafi ekki heppnast eins vel og stuðningsmenn þess vonuðust eftir. 3.10.2025 23:33
Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í tuttugasta sinn eftir sigur á Víkingi, 3-2, á Kópavogsvelli. 3.10.2025 22:45
Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. 3.10.2025 22:00
Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Bournemouth lyfti sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Fulham í fyrsta leik 7. umferðar í kvöld. Antoine Semenyo heldur áfram að gera það gott með Bournemouth. 3.10.2025 21:02
Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köln sem lagði Hoffenheim að velli, 0-1, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. 3.10.2025 20:30
Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Christian Horner, sem var rekinn sem liðsstjóri Red Bull í sumar, hefur látið eigendur liðanna í Formúlu 1 vita af áhuga sínum að starfa áfram í keppninni. 3.10.2025 19:16
Diljá lagði upp í níu marka sigri Topplið norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Brann, rúllaði yfir Lyn, 9-0, í kvöld. Vålerenga vann einnig öruggan sigur. 3.10.2025 18:43
Martin með nítján stig í fyrsta leik Alba Berlin laut í lægra haldi fyrir Trier, 92-97, í fyrsta leik sínum í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta á tímabilinu. Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Berlínarliðið. 3.10.2025 18:27