Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin

Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.

Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra

Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar.

Stjórnar­meiri­hlutinn fellur niður í þrjá þing­menn

Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka.

Fé­lags­mála­ráð­herra boðar vaxta­laus hlut­deildar­lán

Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur.

Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.