Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Heimir Már er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra

Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda.

Fram­hald kjara­við­ræðna ræðst í Karp­húsinu í dag

Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður.

Fé­lags­menn Vil­hjálms ekki með neinar tær á Tenerife

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.

Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.