
Putin lofar leiðtogum Afríku fríu korni
Á meðan Rússlandsforseti lætur eldflaugum rigna yfir korngeymslur í hafnarborgum Úkraínu lofar hann leiðtogum Afríku fríu korni og vonast til að geta endurreist alþjóðlega bankastarfsemi með þeim. Á sama tíma skoðar varnarmálaráðherra Rússlands vígreifur vopnasafn einræðisherra Norður-Kóreu.