Blaðamaður

Guðný Hrönn

Guðný Hrönn er umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefur aldrei verið jafn spenntur

Raftónlistarmaðurinn Bjarki Rúnar Sigurðarson mun spila á Sónar Reykjavík um næstu helgi. Hann lofar mikilfenglegri sýningu á stóra sviðinu og segist aldrei hafa verið jafn spenntur. "Um tíu manns munu koma að uppsetningu myndefnis, ljósa og leikmyndar.“

Hafði alltaf  lúmskan áhuga á förðun

Alexander Sigurður Sigfússon kveðst hafa orðið ástfanginn af förðunarheiminum þegar hann fékk almennilega innsýn í hann þegar hann byrjaði í förðunarnámi. Í dag starfar Alexander sem förðunarfræðingur og er einn fárra íslenskra karlkyns förðunarfræðinga.

Hönnunin verður að hafa einhvern tilgang

Hönnuðurinn Ólína Rögnudóttir hefur undanfarið unnið að vörulínu sem unnin er með umhverfisvernd og margþætt notagildi að leiðarljósi. Hún mun líta dagsins ljós á HönnunarMars í næstu viku.

Erum djúpt snortin yfir einstökum viðtökum

Kvikmyndin Andið eðlilega var sýnd á sérstakri hátíðarsýningu á fimmtudaginn í Háskólabíói. Ísold Uggadóttir, leikstjóri myndarinnar, segir góða stemningu hafa ríkt á sýningunni og himinlifandi með viðbrögðin.

Gefur út nýja plötu eftir 12 ára hlé

Eftir 12 ára pásu frá sviðsljósinu er Hildur Vala að senda frá sér plötu. Af því tilefni heldur Hildur útgáfutónleika á morgun. Hún segir nýju tónlistina vera frábrugðna þeirri sem hún hefur áður gefið út.

Sögðu skilið við plaströr um helgina

Um helgina var tilkynnt að á Prikinu, Húrra og Bravó væri ekki lengur hægt að fá drykkjarrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 1.500-2.000 plaströr endað í ruslinu á viku, bara á Prikinu.

Það er svo erfitt að keppa í tónlist

Þau kynntust í Voice-þáttunum en skipa nú sönghópinn Fókus. Góður andi ríkir í hópnum þó að það geti vissulega verið krefjandi að vera hluti af fimm manna hópi þar sem allir gegna svipuðu hlutverki.

Sjá meira