Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28.9.2021 18:01
Óbreyttar niðurstöður að lokinni endurtalningu í Suðurkjördæmi Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi lauk þrjár mínútur yfir miðnætti. Gerðar voru tvær endurtalningar og skiluðu báðar sömu niðurstöðu og upphaflega var kynnt á sunnudag. Standa úrslitin því óbreytt í Suðurkjördæmi. 27.9.2021 23:57
Vafi um réttmæti niðurstaðna geti grafið undan lýðræðinu Endurtalning á atkvæðum í Suðurkjördæmi stendur enn yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en talningin hófst á sjöunda tímanum í dag. 27.9.2021 23:35
Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27.9.2021 21:17
Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. 27.9.2021 19:43
Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. 27.9.2021 17:51
Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. 26.9.2021 02:40
Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26.9.2021 00:36
Rak eiginmanninn út á gaddinn til að upplifa töfrabragð kjörstjóra Dagný Guðjónsdóttir þurfti að hafa aðeins meira fyrir því að nýta kosningaréttinn í dag en flestir aðrir. Kjördagur lenti á sjöunda degi einangrunar og áður en hún vissi af var fresturinn til að sækja um heimakosningu runninn út. 25.9.2021 23:29
Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. 25.9.2021 08:00