Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29.9.2021 23:52
Lést nokkrum dögum eftir hafa fengið röng lyf Kona sem lést á Landakoti síðastliðinn fimmtudag hafði nýlega fengið ranga lyfjagjöf. Landspítalinn segir um mannleg mistök að ræða og telur ekki að orsakasamhengi sé þarna á milli. 29.9.2021 21:58
Plötur losnuðu skyndilega í kjallara sjúkrahússins á Ísafirði Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði olli usla á sjúkrahúsinu á Ísafirði um miðjan dag í gær þegar loftplötur losnuðu skyndilega í kjallaranum. Einnig fauk þakpappi ofan af þakinu á aðalbyggingu sjúkrahússins. 29.9.2021 21:22
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29.9.2021 20:07
Gestir á kosningavöku Pírata greindust með Covid-19 Tveir gestir sem sóttu kosningavöku Pírata á kjördag greindust í gær með Covid-19. Smitrakningarteymið hefur haft samband við gesti sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessara tilfella. 29.9.2021 18:06
„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29.9.2021 00:18
Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum. 28.9.2021 22:09
Eldur í íbúðablokk við Háaleitisbraut Tilkynning barst um eldsvoða í íbúðablokk við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur hafi kviknað í þvottahúsi út frá þurrkara. 28.9.2021 21:15
Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. 28.9.2021 20:57
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28.9.2021 18:24