Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17.10.2021 21:52
Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. 17.10.2021 19:47
Ekki talin ástæða til rýminga á Seyðisfirði Ekki er talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Fulltrúar Veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings funduðu í dag vegna úrkomuspár á Austurlandi. 17.10.2021 17:29
Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma. 17.10.2021 00:11
Ærslabelgurinn óumdeildur sigurvegari kosninganna Stefnt er að því að setja upp alls þrettán nýja ærslabelgi í Reykjavík á næsta ári í samræmi við niðurstöður í íbúakosningunni Hverfið mitt. 16.10.2021 22:54
Segir umfjöllun Kveiks jaðra við áróður og varar fólk við að mæta í viðtal Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sakar fréttaskýringaþáttinn Kveik um að hafa sýnt hlutdrægni í umfjöllun um gagnrýnendur sóttvarnaraðgerða og finnst framsetning þáttarins til þess fallin að kasta rýrð á málflutning sinn. 16.10.2021 21:19
Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16.10.2021 18:36
Um fjórðungur vill að kosið verði aftur í Norðvesturkjördæmi Flestir telja að seinni talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi eigi að gilda í nýafstöðnum Alþingiskosningum, eða nær 37%. Á meðan telja um 28% að fyrri talning atkvæða ætti að gilda og tæplega 24% að kjósa ætti aftur í Norðvesturkjördæmi. 15.10.2021 14:09
Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15.10.2021 12:10
Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15.10.2021 11:39