Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Musk metur mar­traða­spá Med­vedev mark­lausa

Dmitry Medvedev, náinn bandamaður Vladimír Pútín og fyrrverandi forseti Rússlands, birti í gær sína spá fyrir árið 2023. Margt í spánni mætti flokka sem galið en meðal þeirra sem svöruðu forsetanum fyrrverandi var Elon Musk, forstjóri Twitter. Hann sagði spána vera þá fáránlegustu sem hann hefur á ævi sinni heyrt. 

„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“

Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins.

Búið að opna Hellisheiði

Hellisheiðin er nú opin í báðar áttir. Þá er einnig búið að opna vegina up Þrengsli og Sandskeið. Krýsuvíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru enn ófærir. Reykjanesbrautinni er haldið opinni og búið er að opna Grindavíkurveg á ný. 

Fóru leynt með ó­léttuna í átta mánuði

Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 

Gul við­vörun á Suð­austur­landi

Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. 

Viður­kennir að hafa logið á feril­skránni en ætlar samt inn á þing

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 

Stefán nýr dómari við endur­upp­töku­dóm

Stefán Geir Þórisson hefur verið skipaður í embætti dómara við endurupptökudóm frá og með 1. febrúar næstkomandi. Stefán hefur frá ársbyrjun 2021 verið varadómari við dóminn. 

Búið að moka úr skýlinu við Kefla­víkur­flug­völl

Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. 

Sjá meira