Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lest klessti á flutninga­bíl í Tennessee

Tveir eru slasaðir eftir að lest klessti á flutningabíl og fór út af sporinu í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Myndband náðist af því þegar lestin klessti á bílinn. 

Skýli fullt af snjó við Kefla­víkur­flug­völl

Skýli sem ætlað er til þess að ferðamenn geti gengið í gegnum á leið sinni frá langtímabílastæði Keflavíkurflugvallar að flugstöðinni er enn troðfullt af snjó. Upplýsingafulltrúi Isavia segir það vera á dagskrá að fjarlægja snjóinn. 

Blindur maður fórnar­lamb mansals og vistaður á Hólms­heiði

Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 

Óskarsdraumar Hildar lifa áfram

Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 

Kokkurinn sem fann upp á tikk­a masala er látinn

Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. 

Efling fikrar sig nær SA með nýju til­boði

Stéttarfélagið Efling hefur gert Samtökum atvinnulífsins (SA) tilboð um endurnýjun samninga. Í nýju tilboði er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti koma aðra launaliðshækkanir. 

Sjá meira