Fréttamaður

Ása Ninna Pétursdóttir

Ása Ninna sér um flokkinn Makamál á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bjössi Sax stal senunni með laginu Careless Whisper

 Saxófónleikarinn og gleðipinninn Bjössi Sax lét ekki sitt eftir liggja síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2. Mikið líf og fjör var í þættinum og sannkölluð partýstemmning á meðal gesta. 

Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid

„Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flyenring Einhleypa vikunnar. 

Skiptar skoðanir á afdrifum trúlofunarhringsins eftir sambandsslit

Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis um álit þeirra á því hvað verður um hringinn ef trúlofun er slitið. Samkvæmt niðurstöðunum var ekki mikill munur og því greinilegt að sjá að lesendur hafa mjög mismunandi skoðun á þessu máli. 

Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu

„Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 

Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs

Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu.

Rihanna, rautt latex og blúndur í nýrri nærfatalínu

Sönkonan Rihanna er heldur betur byrjuð að hita upp fyrir Valentínusardaginn með nýrri nærfatalínu fyrir merkið Savage X Fenty. Línan er tileinkuð Valentínusardeginum og sendi söngkonan sterk skilaboð með línunni sem kemur út á á morgun 14. janúar. 

„Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“

„Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.