Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri PSV er hollenskur meistari eftir 1-3 sigur gegn Sparta Rotterdam í lokaumferðinni. Kristian Hlynsson var í byrjunarliði Sparta Rotterdam og Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum. Spörtungar stríddu PSV aðeins en gátu ekki aðstoðað Ajax, sem fleygði titlinum frá sér á lokakafla tímabilsins. 18.5.2025 14:40
Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Chelsea varð FA bikarmeistari með 3-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik á Wembley. Titilinn var sá þriðji á tímabilinu hjá Chelsea sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi. 18.5.2025 14:35
Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Stórkostleg stemning myndaðist og stóð yfir síðasta leik karlaliðs Everton í Guttagarði, Goodison Park, í 2-0 sigri gegn Southampton. Iliman Ndiaye skoraði bæði mörkin. 18.5.2025 13:03
Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Hildur Antonsdóttir byrjaði á miðjunni hjá Madrid CFF í 4-3 endurkomusigri gegn Deportivo Abanca í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Karen Halldórsdóttir var á bekknum og kom ekki við sögu. Sigurinn færði Madrid CFF upp í tíunda sæti deildarinnar. 18.5.2025 12:02
Di María á förum frá Benfica Eftir að hafa misst af deildarmeistaratitlinum í gær tilkynnti Ángel Di María að hann væri á förum frá portúgalska félaginu Benfica. 18.5.2025 11:21
„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld. 18.5.2025 10:52
Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan. 18.5.2025 10:17
Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Jasmine Paolini varð í gærkvöldi fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár, og aðeins sá fjórði í sögunni, til að vinna opna ítalska meistaramótið í tennis. Paolini sigraði Coco Gauff afar örugglega í úrslitaleiknum. 18.5.2025 09:46
Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Efsti kylfingur heimslistans, Scottie Scheffler, átti stórfínan laugardag og leiðir með þremur höggum fyrir lokadag PGA meistaramótsins í golfi. 18.5.2025 09:20
Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí. 16.5.2025 14:10