Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Klósett er munaður þeirra efnameiri í heiminum

Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði.

Kynningar
Fréttamynd

Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir

Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar
Fréttamynd

Yfirvofandi vatnsskortur í norðaustur Sýrlandi

Óvirk vatnsdælustöð fyrir 400 þúsund íbúa í Sýrlandi veldur Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) þungum áhyggjum. Í byrjun nóvember dreifði Rauði krossinn samtals 460 þúsund lítrum af drykkjarvatni. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins.

Kynningar
Fréttamynd

Verkefnið leiddi til augljósra framfara á sviði jarðhitaþróunar

Óháð úttekt hefur verið gerð á svæðaverkefni sem Ísland leiddi í jarðhitamálum í Austur-Afríku. Verkefnið er sagt hafa fallið vel að þörfum þeirra landa sem fengu aðstoð, það hafi verið í takt við stefnu Íslands og áherslur í þróunarsamvinnu og hafi fallið að forgangsröðun Norræna Þróunarsjóðsins (NDF) í loftslagsmálum.

Kynningar
Fréttamynd

Ríkisstjórnin samþykkir að taka á móti 85 flóttamönnum

Tekið verðu á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við UNHCR.

Kynningar
Fréttamynd

Íslendingar veita sérfræðiþekkingu í þangræktun á Filippseyjum

Matís tók fyrir hönd utanríkisráðuneytisins þátt í verkefni fyrir skömmu á Filippseyjum sem er hluti af samstarfsverkefni ráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga, meðal annars um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi.

Kynningar
Fréttamynd

Móttaka fyrir flóttamenn í Mosfellsbæ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síðastliðinn.

Kynningar
Fréttamynd

Íslandi gert hátt undir höfði í nýrri HeForShe skýrslu

Íslandi er gert hátt undir höfði í nýrri ársskýrslu HeForShe hreyfingar UN Women. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er meðal tíu þjóðarleiðtoga sem eru sérstakir forsvarsmenn HeForShe. Í skýrslunni segir Guðni að kynjajafnrétti sé ekki aðeins grundvallar mannréttindi heldur undirstaða þess að byggja upp betra samfélag.

Kynningar
Fréttamynd

Blásið til herferðar gegn örplasti í snyrtivörum

Hvað er í baðherberginu hjá þér? spyr Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hvetur fólk til að skoða snyrtivörur á baðherbergjum. Markmiðið er að auka vitund almennings um þann skaða sem örplast í þeim vörum getur valdið.

Kynningar
Fréttamynd

Yfir tíu milljónir söfnuðust í landssöfnun UN Women

Rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu. Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV, skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust "Ljósberar“ UN Women.

Kynningar
Fréttamynd

Ísland skipar ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum en hann verður skipaður í eitt ár og kemur til með að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember í umboði íslenskra ungmenna.

Kynningar
Fréttamynd

Hungur blasir við 45 milljónum íbúa í sunnanverðri Afríku

Horfur eru á alvarlegum matarskorti meðal íbúa í sunnanverðri Afríku á næstu sex mánuðum. Að mati þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna er óttast að allt að 45 milljónir íbúa í þessum heimshluta hafi lítið til hnífs og skeiðar á næstu mánuðum, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Kynningar
Fréttamynd

Við megum aldrei hætta að hlusta, segir UNICEF

Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi.

Kynningar
Fréttamynd

Nýir samningar um betri lífsgæði í hverri viku

Ríkisstjórn Bangladess skrifaði í morgun undir 1,3 milljarða króna samning við Alþjóðabankann um fjármögnun á nýrri vatnsveitu fyrir þrjátíu sveitarfélög í landinu sem kemur til með að bæta lífsgæði 600 þúsund íbúa.

Kynningar
Fréttamynd

UNICEF setur upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum

Sjö þúsund sýrlenskir flóttamenn, helmingurinn börn, hafa flúið átökin í landinu og haldið yfir í suðurhluta Íraks. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). hefur sett upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum og tímabundin kennslusvæði svo börn geti haldið áfram að nýta rétt sinn til menntunar.

Kynningar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.