Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft

Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög.

Kynningar
Fréttamynd

Rauði krossinn vinnur gegn blæðingaskömm í Malaví

Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Áhersla er lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar og heilbrigði kvenna ásamt því að vinna gegn blæðingaskömm, sem hamar stúlkum á marga vegu.

Kynningar
Fréttamynd

Jemen: Tæplega 300 föngum sleppt úr haldi

Í vikunni var 290 einstaklingum sleppt úr haldi í Jemen. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Sameinuðu þjóðirnar leiddu aðgerðina eftir beiðni frá landsnefnd um málefni fanga í Jemen.

Kynningar
Fréttamynd

Mikilvægt að rödd ungu kynslóðarinnar heyrist

Esther Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. flutti ræðu sína í gær á fundi félags,- mannúðar- og menningarnefndar allsherjarþingsins, þar sem rætt var um félagslega þróun, þar með talin réttindi ungmenna.

Kynningar
Fréttamynd

Óttast að tólf milljónir íbúa í sunnanverðri Afríku þurfi matvælaaðstoð

Loftslagsbreytingar hafa þegar haft afdrifaríkar afleiðingar í sunnanverðri Afríku en víðs vegar í þeim heimshluta hefur úrkoma ekki verið minni frá árinu 1981. Að mati Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UN-OCHA) búa rúmlega 9,2 milljónir íbúa í Afríku sunnan Sahara við alvarlegan matarskort

Kynningar
Fréttamynd

​ Tvær milljónir barna utan skóla í Jemen

Tvær milljónir barna í Jemen ganga ekki í skóla vegna stríðsátakanna í landinu og enn fleiri eru líkleg til þess að flosna upp úr námi, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Kynningar
Fréttamynd

Styðjum börnin og tökum slaginn með þeim

"Nú þegar við fögnum 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skulum við ekki einungis skuldbinda okkur til að hlusta á börn og ungt fólk heldur styðja þau, taka slaginn með þeim og fylgja þeirra fordæmi,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF

Kynningar
Fréttamynd

Brýnt að hraða framgangi Heimsmarkmiðanna

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þrátt fyrir lofsverðan árangur sé mikið verk óunnið við að hrinda heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd.

Kynningar
Fréttamynd

Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag

Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun.

Kynningar
Fréttamynd

Verður heimurinn betri? komin út í þriðja sinn

Kennslubókin "Verður heimurinn betri?“ er komin út ásamt þýddum og staðfærðum kennsluleiðbeiningum sem sniðnar eru að nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum. Bókin fjallar um þróunina í heiminum og hefur að leiðarljósi að efla ungt fólk til umræðu um alþjóðasamvinnu og þróunarmál.

Kynningar
Fréttamynd

Lífið víðast hvar erfiðara fyrir stelpur en stráka

Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum og kynbundins ofbeldis, samkvæmt skýrslu Gates samtakanna. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka.

Kynningar
Fréttamynd

Tólf milljónir barna setjast aldrei á skólabekk

Samkvæmt nýrri tölfræðilegri úttekt Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) koma að óbreyttu um tólf milljónir barna aldrei til með að setjast á skólabekk, þar af níu milljónir stelpna.

Kynningar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.