Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins

    Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Doktorar í fallbaráttu á Íslandi

    Fram og Grindavík björguðu sér enn á ný frá falli í lokaumferð þegar 22. umferð Pepsi-deildar karla fór fram á laugardaginn. Það kom því í hlut nýliða deildarinnnar, Þórs og Víkings, að falla aftur úr deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur Örn: Þetta var fyrsta færið mitt í sumar

    Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Atli Viðar aðeins sá þriðji sem fær skó þrjú ár í röð

    Atli Viðar Björnsson tryggði sér silfurskóinn með því að skora tvö mörk á móti Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær. Atli Viðar skoraði 13 mörk í 20 leikjum í sumar, tveimur mörkum minna en gullskóhafinn Garðar Jóhannsson og einu meira en Kjartan Henry Finnbogason sem fær bronsskóinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Samantekt 2011 - Sigur Rós

    Lokaumferð Pepsídeildar karla fór fram í dag þar sem að fallbaráttan var í aðalhlutverki. Það skiptust á skin og skúrir en það var hlutskipti Þórs frá Akureyri að falla úr efstu deild ásamt Víkingum. Í lokaþættinum var sýnt myndband þar sem að deildin var gerð upp með táknrænum hætti og hljómsveitin Sigur Rós kryddar dæmið með laginu Hoppípolla.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun Vísis um leiki dagsins

    Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag og þar varð ljóst að Þórsarar fylgja Víkingum niður í 1. deildina, FH-ingar taka silfrið annað árið í röð og Eyjamenn sluppu með skrekkinn og héngu í Evrópusætinu þrátt fyrir tap fyrir Grindavík í Eyjum. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hóp

    Eyjamenn hafa ekki náð að vinna leik síðan Heimir Hallgrímsson gaf út að hann yrði ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili en hann var ekki á því að það hafi haft nein áhrif á strákana í ÍBV. ÍBV tapaði 0-2 fyrir Grindavík á heimavelli í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur Örn: Óskar er búinn að vera ótrúlega góður

    Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var að vonum ánægður með sína menn eftir að hafa komið sér úr fallsæti á síðustu stundu. Grindvíkingar unnu Eyjamenn 2-0 á Hásteinsvellinum og var það Ólafur sjálfur sem kom sínum mönnum á bragðið með því að skora fyrsta markið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Páll Viðar: Það er sárt að falla

    Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var að vonum niðurlútur eftir að hans lið féll í dag úr Pepsi-deild karla.Þrátt fyrir fallið er Páll klár í að þjálfa Þórsliðið áfram í 1. deild.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Bjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefni

    Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum.

    Íslenski boltinn