
Framfærsluáhyggjur og ótti draga úr nýsköpun
Að sögn Huld Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins er það samdóma álit flestra sem koma að nýsköpunarmálum að fjöldi og dýpt fyrirspurna um fjárfestingu verður meiri og öflugri fljótlega eftir kreppur. En fólk hefur fjárhagsáhyggjur.