Viðskipti innlent

Einar Geir Jónsson tekur við sprotafyrirtækinu Unimaze

Eiður Þór Árnason skrifar
Einar Geir Jónsson hefur fylgt Unimaze í um áratug,
Einar Geir Jónsson hefur fylgt Unimaze í um áratug, Aðsend

Einar Geir Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íslenska sprotafyrirtækisins Unimaze og tekur við starfinu af Markúsi Guðmundssyni, stofnanda fyrirtækisins. Markús mun áfram leiða hugbúnaðarþróun sem tæknistjóri Unimaze.

Fyrirtækið hefur frá árinu 2006 byggt upp lausnir til að aðstoða bókhaldskerfi og notendur þeirra við að senda og móttaka stöðluð viðskiptaskjöl, á borð við rafræna reikninga og pantanir á milli kerfa, af því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að viðskiptavinir komi víðs vegar frá í heiminum og að lausnir Unimaze aðstoði daglega yfir 3.500 fyrirtæki við að senda og móttaka skjöl.

„Unimaze hefur vaxið það hratt á stuttum tíma að erfitt er orðið að sinna bæði daglegum rekstri og tæknilegri innleiðingu á sama tíma. Metnaður minn hefur ávallt legið í að skapa nýjar vörur og þróa verðmæti fyrir viðskiptavini Unimaze og nú mun ég geta enn betur einbeitt mér að því,“ segir Markús, fráfarandi framkvæmdastjóri í tilkynningu.

Mikilvægt að undirbúa fyrirtækið undir frekari vöxt

Einar hefur fylgt Unimaze í um áratug, sat um tíma í stjórn félagsins og hefur starfað hjá fyrirtækinu síðasta árið.

„Ég sé gríðarleg tækifæri framundan með þær lausnir sem við erum með á markaðnum í dag og ekki síst þær lausnir sem eru nú í farvatninu, framtíðin er björt hjá Unimaze og það verður svo sannarlega gaman að taka þátt vegferð félagsins áfram,“ segir Einar.

Ingimar Bjarnason, stjórnarformaður Unimaze, segir að mikilvægt sé að undirbúa fyrirtækið fyrir áframhaldandi vöxt „með öflugri markaðssetningu, en ekki síður með því að skapa nýjungar sem skila viðskiptavinum ávinningi. Ég er afar ánægður með að Einar og Markús séu að leiðtogarnir í þessari vegferð,” segir hann í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.